Breiðavík 27, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
73.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
95 m2
73.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1997
Brunabótamat
49.950.000
Fasteignamat
63.050.000

Fasteignamiðlun Grafarvogs kynnir íbúðina við Breiðavík 27, 112 Reykjavík, sem er skráð sem íbúð 01 02-01 með fastanúmer 223 0205 á lóð 173871 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin er samkvæmt Þjóðskrá Íslands skráð alls 95,7 fm að geymslunni meðtaldri íbúð er 85,8 m2 og geymsla er 9,9.
Íbúðin er
jarðhæð með palli til suðurs, séringang frá palli og gæludýr eru velkomin og Gutti og Moli elska garðinn ekki síst þegar þeir fá heimsókn annarrra hunda. 
Forstofa er með flísalagt gólf ásamt fataskáp og fatahengi.
Öll íbúðin er með parketvinil á gólfum nema bað og forstofa sem eru flísalagðar.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi og tveimur opnanlegum gluggum til norðurs, herbergi er einnig með innbyggðan skáp og glugga til norðurs og er Esjan þar í öllu sínu veldi.

Eldhúsið er hannað af fagmanni í matreiðslu og er svo til nýtt, ísskápur með klakavél ásamt nýrri Siemens uppþvottavél og einum veggofni.
Baðherbergi er flísalagt frá gólfi til lofts, með sturtu og innréttingu og miklu skápaplássi. Í baðherberginu er búið að setja góða innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í sem er upphækkaðar til að gera vinnuaðstöðu mun betri.
Opið rými er í stofu, eldhúsi og borðstofu sem er einstaklega bjart vegna endurhönnunar.
Sólpallur: Úr opna rýminu er gengið út á suður sólpall sem er í  
jarðhæð.
Á sólpallinum er heitur pottur sem þarfnast viðgerða með loki en vel nothæfur sem heitur pottur. 
Sér geymsla er í sameign á fyrstu hæð, geymslan er með hillum og er 9,9 fermetrar.
Sameign er einstaklega hrein og vel við haldið.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:Ólafur Kristjansson, Löggiltur fasteignasali í síma 786-1414, [email protected] .

Í Upplýsingabæklingnum er söluyfirlit, kostnaðar áætlun og margt fleira sem viðkemur nýja heimilinu þínu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrir fyrstu kaupendur, 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-100 þús.kr. Nánari upplýsingar á Öll húsnæðislán á Íslandi eru borin saman á herborg.is.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 74.400 kr. með virðisaukaskatti.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.