Byggingarlóð 11085,0 m². Lóðin Suðurleið 30 Tjarnabyggð 801 Selfossi er staðsett norðan megin við Suðurleið 32, norðvestan megin við hringtorgið.
Á henni er falleg tjörn, villtur gróður, víðir, mjaðjurt ofl.
Töluvert fuglalíf.
Frábært útsýni yfir í Ölfus, Hveragerði, Ingólfsfjall. Einnig sést vel til Heklu og Eyjafjallajökuls.
Engar lóðir eru skipulagðar vestan og norðan við hana.
Nánar um búgarðabyggðina: Hér má byggja allt að 1500 fm húsnæði á hverri lóð, Svæðinu er skipt upp í klasa og eru 5-6 lóðir í hverjum klasa í kringum hringtorg. Á milli klasa eru áætlaðir reið- og göngustígar. Heimiluð er ýmis atvinnustarfsemi, á svæðinu, tengd landbúnaði í samræmi við aðalskipulag Árborgar. Samningur er við Sveitarfélagið Árborg um rekstur og þjónustu svæðisins. Samkvæmt honum sér Árborg um viðhald vega, snjómokstur, skólaakstur og sorphirðu. Hitaveita og Ljósleiðari er í Tjarnabyggð. Auðugt fuglalíf er í Tjarnarbyggð og fuglafriðlandið er ekki langt þar frá.
Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á [email protected] og í síma 898-3459 fyrir nánari upplýsingar og til að bóka skoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren og skólp.