Reykjavegur 52, 270 Mosfellsbær
84.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
5 herb.
97 m2
84.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1952
Brunabótamat
38.750.000
Fasteignamat
67.900.000

** Eignin er seld með fyrirvara **

Fasteignamiðlun Grafarvogs s:575-8585 kynnir í einkasölu parhúsið nr.52 við Reykjaveg í Mosfellsbæ. Um er að ræða 97,6 fm eign sem er hæð og ris auk sólskála. Stór sólpallur er sunnan við húsið og þar er heitur pottur. Lóðin er 1.100 fm eignarlóð. Geymsluskúr er á lóðinni og auk þess er geymslupláss hjá sólpalli og inn af sólskála. Sólskáli er ekki talinn með í fermetrum eignarinnar. Gólflötur í risi er stærri en uppgefnir fermetrar þar sem hæðin er undir súð. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu. Skipt var um glugga árið 2005, rafmagn var endurnýjað árið 2008, skolp frárennsli var endurnýjað árið 2015-2016 og pípulagnir árið 2020. 


Komið er inn í rúmgóðan gang þar sem er fatahengi með plast parketi á gólfi. Á hægri hönd af gangi er baðherbergi, þar er sturta og innrétting við vask og upphengt salerni, flísar eru á gólfi og þiljur á veggjum. Eldhús er við enda gangsins og þar er eldri innrétting, borðkrókur og plast parket á gólfi. Inn af eldhúsi er þvottaherbergi, þar eru hvítir skápar og útgengt er á sólpall úr þvottaherbergi. Á vinstri hönd af gangi eru tvær stofur og útgengt úr stofu í sólskála. Plast parket er á stofugólfum.
Í risi eru þrjú fremur rúmgóð svefnherbergi og annað minna, plast parket og viðargólf er í svefnherbergjum og fataskápur í einu herberginu.

Lóðin er eins og áður sagði 1.100 fermetrar. Stór sólpallur með heitum potti er sunnanmegin og smíðaðir göngustígar um garðinn að hluta. Á lóðinni er geymsluskúr og góð geymslurými við sólpall og sólskála.
Stór tré eru á lóðinni og mikill gróður.

Staðsetning er góð, stutt er í fallegar og friðsælar gönguleiðir um hverfið, í Álafosskvos og við Reykjalund. Mikil verslun og þjónusta er í Mosfellsbæ og er hún stutt frá. Leikskóli er innan hverfisins og grunn og framhaldsskóli ekki langt undan.  Íþróttasvæðið við Varmá er í göngufæri.

Hafið samband við Árna Þorsteinsson löggiltan fasteignasala á [email protected] og í síma 898-3459 og Sigrúnu Stellu Einarsdóttur löggiltan fasteignasala á [email protected] og í síma 824-0610 til að bóka skoðun.

Fasteignamiðlun Grafarvogs vantar eignir af öllum stærðum og gerðum til sölu, ekki hika við að hafa samband og fáið sölumat ykkur að kostnaðarlausu.
Þeir sem leita að eignum í Grafarvogi og Grafarholti leita til okkar á Fasteignamiðlun Grafarvogs, sími 575-8585. Ekki hika við að hafa samband og fáðu sölumat þér að kostnaðarlausu.

Við erum staðsett í Spönginni, við hliðina á Bónus.
https://www.facebook.com/fmg.is/
www.fmg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.